Fossvogsvegur 15, er 15 íbúðir, þar af 11 raðhús á 2 hæðum, svo 4 stórar sérhæðir sem setjast ofan á sem 2. hæð frá götu.
Raðhúsin eru á aðalhæð og neðri hæð með skjólgóðum garði og verönd til suðurs, að auki eru stórar svalir frá stofu.
Sérhæðirnar hafa stóra þakgarða til suðurs og vesturs. Undir jörðu er bílageymsla fyrir 15 bíla, þá er í kjallara góð sameign f. inntök, hjóla og vagnageymslur ofl.
Þá er hægt að hafa lyftur frá bílageymslu upp til sérhæða á 3. hæð frá kjallara. Lóðin er alls 4279m2 og snýr að gróðurlendi Fossvogs, engin hús fyrir neðan og fegurð svæðisins óviðjafnanleg.
Húsin eru hönnuð inn í skipulag Krads arkitekta, yfirbragð er hvítt með timburívafi.
Húsin eru einangruð að utan og klædd viðhaldsfríu sléttu áli, gluggar eru álklæddir timburgluggar.