Markmiðið er að byggja upp hverfi sambærilegt að gæðum og Sjálandshverfið í Garðabæ. Byggingafélag Gylfa og Gunnars hefur staðið að þeirri uppbyggingu frá upphafi og byggt þar c.a 80% allra íbúða sem þar hafa risið. Á Kársnesi er þó gengið enn lengra í því að nýta nálægðina við hafið með uppbyggingu klúbbhúss fyrir Siglingafélagið Ýmir, sem stendur við smábátahöfnina í hverfinu. Nú þegar hefur klúbbhúsið verið tekið í notkun og starfsemi gengur vel. Þar er aðstaða til að taka inn báta til viðhalds auk veitinga- og félagsaðstöðu sem gerir þessa smábátahöfn iðandi af lífi.

Húsin verða þrjár – fjórar hæðir næst ströndinni og að tanga við smábátahöfnina en fara í fjórar – fimm hæðir innar á landinu. Hæðir húsanna verða þannig að útsýni verði úr sem flestum íbúðum og skuggamyndun verði sem minnst. Húsaþyrpingar verða flestar byggðar í kringum garða sem opnast í sólarátt. Áhersla er lögð á að sem flestar íbúðir njóti útsýnis yfir voginn og einnig rólegs umhverfis í görðum.

Austan svæðisins er náttúrleg fjara sem verður áfram óhreyfð og svæðið sem kallað er Höfði er undir bæjarvernd. Strandlengjan verður öll opin almenningi en hverfið verður kjörsvæði fyrir náttúruunnendur með gangstíg meðfram ströndinni og útsýni yfir voginn, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Stígurinn verður tengdur gangstígakerfi höfðuborgarsvæðisins og mun því verða falleg viðbót fyrir alla.

Samkvæmt gildandi skipulagi verða um 400 íbúðir í strandhverfinu Kársnesi.