Jafnlaunastefna Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. (kt. 681290-2309) nær til alls starfsfólks og er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Jafnlaunastefnan felur í sér að jafnrétti er gætt í launamálum starfsmanna og að allir starfsmenn eiga jafna möguleika, óháð kyni, aldri, kynþætti og öðrum ómálefnalegum breytum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á Jafnlaunastefnunni og Jafnlaunakerfinu.

Mannauðsstjóri er tilnefndur fulltrúi fyrirtækisins varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir viðhaldi þess í samræmi við Jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Markmið fyrirtækisins er að vera vinnustaður sem býr vel að starfsfólki og að Jafnlaunakerfi standist kröfur Jafnlaunastaðalsins ÍST 85.

Til þess að ná settum markmiðum mun Byggingarfélag Gylfa og Gunnars:

  • Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012, sjá til þess að kerfið sé skjalfest og því viðhaldið
  • Framkvæma launagreiningu árlega hið minnsta, þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort finnist kynbundinn munur á launum
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með úrbótum og eftirfylgni
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum
  • Framfylgja Jafnréttisstefnu og áætlun fyrirtækisins. Jafnlaunamarkmið eru rýnd í rýni stjórnenda árlega
  • Kynna Jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki
  • Birta Jafnlaunastefnu fyrirtækisins á innri og ytri vef fyrirtækisins