Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) var stofnað árið 1984 af þeim Gylfa Ómari Héðinssyni múrarameistara og Gunnari Þorlákssyni húsasmíðameistara.
Byggingarfélagið hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 íbúðir fyrir ánægða kaupendur. Glæsilegar íbúðir á almennum markaði, einnig fyrir félag eldri borgara og Húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.
Félagið hefur einnig byggt tugþúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði og hefur sérhæft sig í leigu á skrifstofu og verslunarhúsnæði.
Fyrirtækið hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir fallega hönnuð hús og frágang lóða.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 215 manns og fjöldi undirverktaka. Fyrirtækið starfar á öllum sviðum er snúa að byggingastarfsemi.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars er þekkt fyrir traust og örugg vinnubrögð, vandaðan frágang og efndir á umsömdum afhendingartíma.

Múrarameistari
Sími 693 7300
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Húsasmíðameistari
Sími 693 7310
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.