06.05.2021

Nýverið var merkum áfanga náð hjá BYGG hf. þegar síðasta nýja íbúðin í Lundi var seld.

Það var í byrjun maí 2005 var hafist handa við að rífa þau rúmlega 20 hús sem áður tilheyrðu bóndabýlinu Lundi.

Þetta voru fjós, hlaða, íbúðarhús, fjölmargir kofar og geymslur sem mynduðu lítinn kjarna í Fossvoginum sem máttu muna sinn fífil fegurri eins og sjá má hér í myndbandinu:

 

Nú 16 árum síðar er svæðið gjörbreytt, BYGG hf. búið að reisa um 400 íbúðir í fjölbýlis-, par- og raðhúsum. 

Hverfið er vinsælt og var fjölbýlishúsahluti Lundar valinn gata ársins í Kópavogi árið 2020.